Trappa ráðgjöf býður upp á skólaskrifstofu til leigu fyrir sveitarfélög, einstaka skóla og fyrirtæki um land allt. Samkvæmt greinargerð um sérfræðiþjónustu eiga börn og starfsfólk í leik- og grunnskólum rétt á sérfræðiþjónustu um framkvæmd skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá. Stefnumótun, innnleiðing skólastefnu og stuðningur og framkvæmd. Sérfræðiaðstoð við nemendur, kennara og foreldra. 

Fjarþjálfun fyrir börn og fullorðna

Trappa býður upp á talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Trappa þjónustar sveitarfélög víðs vegar um landið. Allir geta nýtt sér talmeinaþjónustu í gegnum fjarbúnað ungir sem aldnir. Í þrjú ár hafa börn víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu notið þjónustu talmeinafræðinga Tröppu. Það er óumdeilanlega mikill kostur að geta fengið reglubundna talþjálfun í gegnum netið óháð búsetu. 

Stefnumótun, stjórnun og skipulag

Trappa ráðgjöf býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir skóla og stofnanir af öllu tagi. Faglegur stuðningur við fræðsluaðila, skólastjóra, kennara og foreldra. Skólaskrifstofa til leigu við útfærslu á lögbundnu skólastarfi, alhliða lausnir þar sem tæknin er höfð að leiðarljósi við að byggja undir einstaklingsmiðað nám, sérþekking á fjarkennsluverkefnum á grunnskólastigi og margt fleira. Hér er listi af verkefnum sem ráðgjafar Tröppu geta unnið, listinn er ekki tæmandi, ekki hika við að hafa samband.

Námskeið, kennsla og fyrirlestrar

Kennarar, ráðgjafar og sérfræðingar Tröppu bjóða upp á fjölbreytt námskeið, fyrirlestra og kennslu á öllum skólastigum. Eins og með alla starfsemi Tröppu er lögð áhersla á að nýta tæknina og skipulegja fjarfundi og fjarfyrirlestra eins oft og mögulegt er. Fjarkennsla á grunnskólastigi fer fram með reglubundnum hætti og við bjóðum upp á ráðgjöf og námskeið í fjarkennsluháttum. Kennsluráðgjöf er virkur þáttur í okkar starfsemi og innleiðing aðalnámskrár – hér söfnum við kennsluáætlunum fyrir kennara til að nýta við framkvæmdina. Leiðarljós okkar er að tengja sem flesta saman, samnýta sérþekkingu og láta vegalengdir ekki hindra okkur við framþróun sérsniðinnar þjónustu við skólasamfélagið allt. Nánari upplýsingar gefa tinna@trappa.is og kristrunlind@trappa.is

Við hjá Tröppu sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu og sérfræði ráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Við hjá Tröppu erum tilbúin til að varða leiðina með nemendum, foreldrum, skólum, sveitarfélölgum, fyrirtækjum og stofnunum.

Kara – tengir þig við rétta sérfræðinginn

Ráðgjafar og starfsmenn Tröppu ráðgjafar og Tröppu þjónustu eru stoltir notendur Köru. Kara tengir þig við rétta sérfræðinginn.

userHome