Fjarþjálfun fyrir börn og fullorðna

Trappa býður upp á talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Trappa þjónustar sveitarfélög víðs vegar um landið. Allir geta nýtt sér talmeinaþjónustu í gegnum fjarbúnað ungir sem aldnir. Í þrjú ár hafa börn víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu notið þjónustu talmeinafræðinga Tröppu. Það er óumdeilanlega mikill kostur að geta fengið reglubundna talþjálfun í gegnum netið óháð búsetu. 

Stefnumótun, stjórnun og skipulag nútíma náms

Trappa ráðgjöf býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir skóla og stofnanir af öllu tagi. Faglegur stuðningur við fræðsluaðila, skólastjóra, kennara og foreldra. Skólaskrifstofa til leigu við útfærslu á lögbundnu skólastarfi, alhliða lausnir þar sem tæknin er höfð að leiðarljósi við að byggja undir einstaklingsmiðað nám, sérþekking á fjarkennsluverkefnum á grunnskólastigi og margt fleira. Hafðu samband og við hjálpum þér við að koma verkefnum áfram. Margar heldur vinna létt verk.

Við hjá Tröppu sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu og sérfræði ráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Við hjá Tröppu erum tilbúin til að varða leiðina með nemendum, foreldrum, skólum, sveitarfélölgum, fyrirtækjum og stofnunum.

Kara – tengir þig við rétta sérfræðinginn

Ráðgjafar og starfsmenn Tröppu ráðgjafar og Tröppu þjónustu eru stoltir notendur Köru. Kara tengir þig við rétta sérfræðinginn.

userHome